Íbúar

Svalbarðshreppur

Svalbarðshreppur

Fréttir

Jónsmessuganga á Rauðanes

Kvenfélag Þistilfjarðar boðar Jónsmessugöngu á Rauðanes í kvöld 23. júní. Mæting kl.22:00 við byrjunarreit merktrar gönguleiðar á Rauðanesi. Allir hjartanlega velkomnir!

Hátíðarhöld í tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi

Elín Stefánsdóttir og Kristín Sigfúsdóttir


Haldið var upp á kvenréttindadaginn á Akureyri 19.júní 2015 og fagnað 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna á Íslandi.
Þessar glæsilegu kjarnakonur ættaðar úr Þistilfirði, Kristín Sigfúsdóttir frá Gunnarsstöðum og
Elín Stefánsdóttir frá Laxárdal tóku þátt í skrúðgöngunni frá Listigarðinum niður á Ráðhústorg.

Nánar:
http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/frettir/hatidarhold-i-brakandi-blidu

Æðarvarpið í Borgum vex með ári hverju


Blómlegur búskapur í Borgum. Æðarvarpið eykst með ári hverju. Eins og sjá má á myndunum vappa kollurnar makindalegar með ungana sína til sjávar þessa dagana. Sauðburði er lokið og voru þau mæðgin Álfhildur og Eiríkur að sleppa fé í úthagann í veðurblíðunni. Eiríkur er búin að starfa síðan um miðjan maí  í Borgum við sauðburðinn og er áhugasamur og duglegur við bústörfin . Hann hefur komið og unnið í sauðburðinum í Borgum  síðustu árin.
 
Sjá myndasafn:
/hreppur/gallery/aedarvarpid_vex_med_ari_hverju_i_borgum/

Af byggingaframkvæmdum í Þistilfirði


Framkvæmdahugur í Holtsbændum.
Hjónin Hildur Stefánsdóttir  og Sigurður Þór Guðmundsson bændur í Holti eru að byggja hesthús og var fyrsti steypudagur í gær þann 18.júní.Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf