Íbúar

Svalbarðshreppur

Svalbarðshreppur

Fréttir

Félagsmót Snæfaxa á Lönguhlíðarmelum 23. ágúst


Það var margt um manninn á félagsmóti Snæfaxa á Lönguhlíðarmelum í ágætisveðri á laugardaginn.

Að loknu mótinu á Lönguhlíðarmelum var grillveisla  og skemmtun um kvöldið í Kaplaborg að Gunnarsstöðum.

Úrslit á mótinu:

B-FLOKKUR

1.       Freddi frá Sauðanesi, knapi Reynir Atli Jónsson.

2.       Vinur frá Flekkudal,  knapi Einar Atli Helgason.

3.       Gustur frá Norðfirði,  knapi Ragnar Skúlason.

4.       Skinfaxi frá Snartarstöðum,  knapi Helgi Árnason.

5.       Hrímfaxi frá Flögu,  knapi Heiðrún Óladóttir.

6.       Sigla frá Gunnarsstöðum, knapi Agnar Ingi Rúnarsson.

7.       Þorri frá Neðri-Hrepp, knapi Jón Rúnar Jónsson. 

TÖLT

1.       Eivör frá Neskaupsstað, knapi Reynir Atli Jónsson

2.       Oddþór frá Gunnarsstöðum, knapi Jóhannes Sigfússon.

3.       Sigurfari frá Sauðanesi, knapi Einar Sigurðsson.

4. Villimey frá Efra-Hvoli, knapi Magnús Fannar Benediktsson.

5.       Barón frá Snartastöðum, knapi Helgi Árnason.

6.      Silki-Sif frá Þóreyjarnúpi, knapi Lars Lund.


 

 

BARNA- OG UNGLINGAFLOKKUR

1.      Magnús Fannar Benediktsson á Villimey frá Efra-Hvoli.

2.      Dagrún Sunna Ragnarsdóttir á Þrumu frá Hjarðarási.

3.      Elva Sóldís Ragnarsdóttir á Erlu frá Skák.

4.      Friðgeir Óli Eggertsson á Geimflaug frá Fellshlíð.

5.      Ómar Valur Valgerðarson á Skerpu frá Gunnarsstöðum.

6.      Berghildur Ýr Axelsdóttir á Frosta frá Gunnarsstöðum.

 

KNAPAVERÐLAUNIN sem eru farandbikarar hlutu:

Fullorðnir: Reynir Atli Jónsson.

Börn: Dagrún Sunna Ragnarsdóttir.

Lesa meira

Fagnaði 50 ára afmælinu í forystufjársetrinu í hópi vina og velunnara


Séra  Brynhildur Óladóttir á Skeggjastöðum bauð öllum sóknarbörnum sínum og nærsveitungum til veislu í gær 24.ágúst  í tilefni 50 ára afmælisins.
Veislan var haldin í Fræðasetri um forystufé á Svalbarði, en hún hefur verið áhugasöm um uppbyggingu þess. Lögð var áhersla á þjóðlegar veitingar s.s. flatbrauð með hangikjöti pönnukökur og kleinur.
Brynhildur var glöð og sæl með daginn, margir góðir gestir mættu í hófið og fylgja hér  með  myndir af nokkrum gestum í lok veislunnar.

http://svalbardshreppur.is/hreppur/gallery/brynhildur_50_ara/


Fyrirlestrinum sem halda átti í kvöld 22. ágúst í Fræðasetrinu er frestað

Af óviðráðanlegum ástæðum er fyrirlestrinum um forystufé frestað um óákveðinn tíma.

Í tengslum við Safnakvöld í Þingeyjarsýslum 22. ágúst verður Fræðasetur um forystufé opið eins og auglýst var, frá kl. 20:00 til 22:00 í kvöld. Allir velkomnir og frítt inn.
_______________________________________________

Í dag er opið samkvæmt venju frá kl.11:00 -18:00

Félagsmót Snæfaxa verður haldið laugardaginn 23. ágúst kl. 13:00 að Lönguhlíðarmelum.

BÆJAKEPPNI SNÆFAXA.

Hestamannafélagið Snæfaxi stefnir á að halda sitt árlega félagsmót laugardaginn 23. ágúst, kl 13:00 að Lönguhlíðarmelum. Mótið er opið öllum.

Keppt verður í:
A flokki gæðinga
B flokki gæðinga
Tölti
Skeiði
Barna- og unglingaflokki...
Smalakeppni (skráning á staðnum)
og síðast en ekki síst hinni klassísku bæjakeppni

Grill og lifandi tónlist verður svo kl 20:00 í Kaplaborg að Gunnarsstöðum, 2000 kr fyrir mat og skemmtun, 1000 kr fyrir 12 ára og yngri.

Aðgangseyrir inná mótið verður 1500 kr, frítt fyrir 12 ára og yngri. Greitt við hliðið, ekki posi á staðnum. (ATH. Engin skráningargjöld)

Á móti skráningum tekur Jóhanna Ingimundardóttir til hádegis á föstudag í síma : 693-9164 eða á
email: johanna.ingimundar@gmail.com

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf