Íbúar

Svalbarđshreppur

Svalbarðshreppur

Fréttir

Forystufjársetriđ á Svalbarđi í Ţistilfirđi slćr í gegn!Rúmur mánuður er síðan Fræðasetur um forystufé í Þistilfirði var opnað og um helgina höfðu 440 gestir heimsótt setrið. Hönnunin og fyrirkomulagið í fræðasetrinu vekur aðdáun gesta. Margir gefa sér góðan tíma til að skoða sýninguna undir fræðandi leiðsögn þeirra Aldísar og Daníels. Ilmur af Ærblöndukaffinu berst úr kvenfélagskjallaranum og er vinsælt að fara í "Sillukaffi" og fá sér kaffi og þjóðlegt meðlæti. Í vikunni verða sett upp skilti með myndum úr nágrenninu og örnefni merkt inn á. Einnig er verið að setja upp skilti við þjóðveginn sem vísa á forystusetrið og er þá búist við að umferðin aukist og gestum fjölgi enn frekar.

Sjá nánar hér:

http://www.forystusetur.is/


Ţórarinn Ragnarsson á Spuna frá Vesturkoti vann A-flokk gćđinga á Landsmóti međ glćsibrag

  Hér má sjá myndband af Þórarni Ragnarssyni á Spuna frá Vesturkoti. Hann vann A-flokk gæðinga á Landsmóti með glæsibrag.

Hér má sjá myndband af Þórarni Ragnarssyni á Spuna frá Vesturkoti. Hann vann A-flokk gæðinga á Landsmóti með glæsibrag.

Úr Þistilfirði sendum við Þórarni  hamingjuóskir með glæsilegan árangur.


http://www.hestafrettir.is/thorarinn-ragnarsson-a-spuna-fra-vesturkoti/

Kraftur í eldri borgurum á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík

Tommi međ verđlaunapeningana ađ loknu landsmóti
Tómas Jónsson, gjarnan nefndur Tommi lögga keppti á Landsmóti UMFÍ 50+ og vann til margra verðlauna.
Lesa meira

Vígsla Frćđaseturs um forystufé í Ţistilfirđi


Í dag þann 28. júní var opnað með viðhöfn Fræðasetur um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði. Veðrið var eins og best verður á kosið, sól og um og yfir 20 stiga hiti. Margt góðra gesta var mætt við opnunina, sumir langt að komnir s.s. frá Egilsstöðum, Snæfellsnesi, Akureyri, Húsavík og víðar.


Lesa meira

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf