Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Einar Guðmundur Þorláksson, Ragnar Skúlason, Ina Leverköhne og Sigurður Þór Guðmundsson.
1. Ósk frá SSNE um viðbótarframlag frá Svalbarðshreppi uppá tæplega 45.000 kr
Samþykkt samhljóða
2. Sameining sveitarfélaga
Staðan rædd
3. Kaup á hlut í leikskóla á Þórshöfn
Hreppsnefnd Svalbarðshrepps stendur við gefið loforð um 42.000.000 kr framlag til leikskólabyggingar á Þórshöfn og heimilar oddvita að ganga frá samningi við Langanesbyggð um málið.
4. Samningur um félagsþjónustu sem sveitarfélög í Þingeyjarsýslum gera með sér.
Hreppsnefnd Svalbarðshrepps samþykkir samninginn og heimilar oddvita að undirrita samninginn.
5. Erindi frá HSÞ – Æfum alla ævi. Samantekt á stöðu og starfi HSÞ og aðildarfélaga þess.
Skýrslan kynnt.
6. Eigendasamkomulag Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps á Fjarskiptafélagi Svalbarðshrepps. Staðan kynnt og unnið áfram að málinu.
7. Önnur mál
a) Kirkjugarðsstjórn Þórshafnarsóknar vill kynna sveitarstjórnum Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps ákvörðun sína varðandi rekstur líkgeymslu í Þórshafnarkirkju. Málið kynnt.