Íbúar

Svalbarðshreppur

Hreppsnefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 27. apríl 2022 Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Ragnar Skúlason, Sigurður Þór Guðmundsson, Ina Leverköhne,

Hreppsnefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 27. apríl 2022

Mættir: Sigríður Jóhannesdóttir, Ragnar Skúlason, Sigurður Þór Guðmundsson, Ina Leverköhne, Einar Guðmundur Þorláksson og Soffía Björgvinsdóttir.

Fundur settur kl 20:00

1.      Lóðaleigusamningur um lóð undir skólahúsnæði við Svalbarð

Einar var ekki viðstaddur umræður um þennan lið fundarins.

 

Oddviti kynnti drög að lóðaleigusamningi milli Svalbarðshrepps og Einars Guðmundar Þorlákssonar. Ekki hefur verið lóðaleigusamningur í gildi síðan skólahaldi lauk árið 2015. Tvær  breytingar voru gerðar á drögunum og oddvita falið að ganga frá samningi við Einar.

Sigríður vék af fundi og Einar tók sæti á fundinum.

2.      Samningur um skiptingu lands milli Gunnarsstaða 1 og Brúarlands

Samningur lagður fram og staðfestur án athugasemda.

 

Soffía vék af fundi og Sigríður tók sæti að nýju.

 

3.      Samrekstraruppgjör 2021

Hlutur Svalbarðshrepps í samrekstri við Langanesbyggð á árinu 2021 var 74.312.332 kr.

Uppgjörið samþykkt.

 

4.      Leigusamningar í Flögu

Akursel hefur sagt upp leigusamningnum um Flögu en Sigurbjörg og Stefán munu áfram leigja íbúðarhúsið í Flögu.

Akur organic mun taka við ræktun nytjajurta í Flögu og voru lögð fram drög að leigusamningi þar að lútandi.

Oddvita falið að ganga frá þessum samningum.

 

5.      Kjörnefnd

Í undirkjörnefnd í Svalbarðshreppi við sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 verða:

 

Gunnar Þóroddsson formaður

Elfa Benediktsdóttir

Árni Davíð Haraldsson

 

Varamenn:

Dagný Gunnarsdóttir

Ina Leverköhne

Jónas Pétur Bóasson



Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf