Íbúar

Svalbarðshreppur

Hreppsnefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 8. Apríl 2019 Mættir: Sigurður Jens Sverrisson, Ina Leverköhne, Sigríður Jóhannesdóttir, Ragnar Skúlason

Hreppsnefndarfundur haldinn í Svalbarðsskóla 8. Apríl 2019

Mættir: Sigurður Jens Sverrisson, Ina Leverköhne, Sigríður Jóhannesdóttir, Ragnar Skúlason og Sigurður Þór Guðmundsson.

Fundur settur kl. 20:00

1.     Samrekstur við Langanesbyggð

Sigurður Þór lagði fram nýjan samrekstrarsamning milli Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, undirritaðan með fyrirvara um samþykki hreppsnefndar. Hreppsnefnd samþykkti samninginn samhljóða.

 

2.     Áheyrnarfulltrúi í velferðar- og fræðslunefnd

Daníel Hansen tilnefndur af hreppsnefnd og Ina Leverköhne til vara.

 

3.     Nýting skólahúsnæðis á Svalbarði

Bjarnveig Skaftfeld hefur skilað lyklunum að Svalbarðsskóla og hætt rekstri ferðaþjónustu í skólanum. Er henni þakkað langt og farsælt samstarf.

Hreppsnefnd ákvað að auglýsa eftir áhugasömum aðilum um nýtingu skólahúsnæðisins.

 

4.     Virkjun Sandár

Erindi barst frá Vesturverki þar sem  óskað er eftir viðræðum við Svalbarðshrepp og landeigendur að Sandá um mögulegan virkjunarkost. Hreppsnefnd vill boða fulltrúa Vesturverks á fund með öllum hlutaðeigandi aðilum í Svalbarðshreppi.

 

5.     Styrkbeiðni frá 10. bekk vegna skólaferðalags.

Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið og varaoddvita falið að leggja til styrkupphæð á næsta fundi.

 

6.     Styrkbeiðni frá Landgræðslu ríkisins

Landgræðslan óskar eftir 110.000kr styrk frá Svalbarðshreppi. Hreppsnefnd hafnar erindinu en vill ráðstafa peningnum beint í landgræðsluverkefni við Hófaskarð.

 

7.     Viðhald skólahúsnæðis og umhverfis.

Sigurður Þór upplýsti nefndarfólk um að til stendur að skipta um rúður í húsinu í maí og fara í jarðvegsskipti í planinu fyrir utan húsið. Steft skal að því að klæða planið með olíumöl.

 

 

 

8.     Önnur mál.

a)      Styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Hafliða

Hreppsnefnd Svalbarðshrepps vill gera Björgunarsveitinni Hafliða mögulegt að komast í stærra húsnæði og óskar eftir erindi frá sveitinni um þörf á styrktarfé þess vegna sem gæti komið inní fjárhagsáætlun Svalbarðshrepps fyrir árið 2020.



Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf