═b˙ar

Svalbar­shreppur

Það hefur enginn párað neitt , á þennan litla lið. Kannski hefur bara, enginn séð ann. Ég hef líka lengi, lengi alltaf sett í bið að skrifa þér, og gera

Tilveran

Það hefur enginn párað neitt , á þennan litla lið.

Kannski hefur bara, enginn séð ann.

Ég hef líka lengi, lengi alltaf sett í bið

að skrifa þér, og gera eitthvað með hann.

 

Tilveran er stundin,sem líður áfram hljótt

og lífríkið sem stendur, hátt í blóma.

Dagurinn sem vakir, líka næstu nótt,

og  sendir frá sér yndislega hljóma.

 

Þistilfjörðinn þekkja fáir, alveg út og inn

því  enginn hefur allan, getað séð ann.

Af Garðsfjallinu einhvern veginn, alltaf best ég finn

orkuna sem heimurinn fær héðan.

 

Ef tilveran er bara lítil, saklaus sumarlind

sem fjallið lætur, renna niður dalinn,

þá er kannski ekkert til, sem heitið getur synd

hvorki  ærnar, kýrin eða smalinn.

 

Tilveran er dásamleg, og hún er búin til

úr anda þeim,sem stærri er en jörðin.

Heimskautsbauginn skilja að, enginn millibil

himinn haf, og sjálfan Þistilfjörðinn.

BÞ.

 

 

 

 

 

 

 

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf